Fótbolti

Fyrsta tap Brassa í 18 leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar baðar út öllum öngum og vill fá víti. Fékk ekki neitt.
Neymar baðar út öllum öngum og vill fá víti. Fékk ekki neitt. VÍSIR/GETTY

Brasilía tapaði í fyrsta sinn í 18 leikjum þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Perú, 0-1, í vináttulandsleik í Los Angeles í nótt.

Þessi sömu lið mættust í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í sumar þar sem Brassar unnu 3-1 sigur.

Neymar, sem skoraði og lagði upp í 2-2 jafnteflinu við Kólumbíu aðfaranótt laugardags, kom inn á sem varamaður á 63. mínútu en það dugði ekki til.

Luis Abram skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Þetta var fyrsta tap Brasilíu síðan gegn Belgíu í 8-liða úrslitum HM 2018. Þetta var jafnframt einungis þriðja tap Brasilíu í 44 leikjum undir stjórn Tite.

Betur gekk hjá Argentínu sem vann 4-0 sigur á Mexíkó í San Antonio. Lautaro Martínez, framherji Inter, skoraði þrennu í leiknum. Hann hefur skorað níu mörk í 13 landsleikjum. Leandro Parades var einnig á skotskónum í nótt.

Þá gerðu Bandaríkin og Úrúgvæ jafntefli, 1-1, í St. Louis. Brian Rodríguez kom Úrúgvæum yfir á 50. mínútu en Jordan Morris jafnaði fyrir Bandaríkjamenn ellefu mínútum fyrir leikslok.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.