„Ekki gera það, þið munuð kæfa mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2019 08:49 Jamal Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu árið 1958. vísir/getty Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra. Í frétt Sabah, blaðsins sem birti afrit af hljóðupptökunni, er fullyrt að samtal mannanna sé tekið upp inni í ræðisskrifstofunni. Tyrkneska leyniþjónustan hafi svo komist yfir upptökuna. Hinstu orð Khashoggi eru á meðal þess sem kemur fram á upptökunni. Khashoggi hafði sem blaðamaður verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið. Stjórnvöld í Ríad gáfu fjölda misvísandi yfirlýsinga um dauða Khashoggi þar til þau viðurkenndu loks að hann hefði verið myrtur á ræðisskrifstofunni. Lík hans hefur enn ekki fundist. Talið er að það hafi verið bútað í sundur á skrifstofunni.Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið.Vísir/EPAFréttaflutningur Sabah af morðinu á Khashoggi hefur vakið heimsathygli undanfarið ár. Í frétt BBC af málinu segir þó að upplýsingar blaðsins hafi þó í einhverjum tilfellum verið véfengdar. Nýjasta frétt blaðsins af málinu tekur umrædda upptöku fyrir. Þar er t.d. vitnað í réttarmeinafræðing (e. forensic expert) sem lýsir Khashoggi sem „dýri til að fórna“ á meðan hann bíður eftir að blaðamaðurinn mæti á ræðisskrifstofuna. Þá virðist sem runnið hafi tvær grímur á Khashoggi þegar honum var tjáð að Interpol hefði skipað honum að snúa aftur til Ríad. Samkvæmt upptökunni neitaði Khashoggi að fylgja ýmsum skipunum mannanna, sem sögðu honum m.a. að senda syni sínum skilaboð. Khashoggi á þá að hafa spurt morðingja sína hvort þeir hygðust byrla honum ólyfjan, sem þeir svo gerðu. Þegar Khashoggi hafði verið byrlað bað hann morðingjana um að gæta þess að halda munni hans ekki lokuðum. „Ég er með astma. Ekki gera það, þið munuð kæfa mig,“ heyrist Khashoggi segja. Svo virðist sem þetta séu hinstu orð blaðamannsins en í frétt Sabah kemur fram að morðingjarnir hafi sett poka yfir höfuð hans og þannig kæft hann. Í fréttinni segir einnig að á upptökunni megi heyra þegar réttarmeinafræðingurinn bútar lík Khashoggi niður. Lengi hafa verið uppi kenningar um tilvist upptöku af hinstu augnablikum Khashoggis, að því er segir í frétt BBC. Þannig hafa tyrknesk stjórnvöld opinberlega staðfest að slíkar upptökur séu til. Ekki er þó ljóst hvernig Sabah komst yfir upptökuna. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra. Í frétt Sabah, blaðsins sem birti afrit af hljóðupptökunni, er fullyrt að samtal mannanna sé tekið upp inni í ræðisskrifstofunni. Tyrkneska leyniþjónustan hafi svo komist yfir upptökuna. Hinstu orð Khashoggi eru á meðal þess sem kemur fram á upptökunni. Khashoggi hafði sem blaðamaður verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið. Stjórnvöld í Ríad gáfu fjölda misvísandi yfirlýsinga um dauða Khashoggi þar til þau viðurkenndu loks að hann hefði verið myrtur á ræðisskrifstofunni. Lík hans hefur enn ekki fundist. Talið er að það hafi verið bútað í sundur á skrifstofunni.Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið.Vísir/EPAFréttaflutningur Sabah af morðinu á Khashoggi hefur vakið heimsathygli undanfarið ár. Í frétt BBC af málinu segir þó að upplýsingar blaðsins hafi þó í einhverjum tilfellum verið véfengdar. Nýjasta frétt blaðsins af málinu tekur umrædda upptöku fyrir. Þar er t.d. vitnað í réttarmeinafræðing (e. forensic expert) sem lýsir Khashoggi sem „dýri til að fórna“ á meðan hann bíður eftir að blaðamaðurinn mæti á ræðisskrifstofuna. Þá virðist sem runnið hafi tvær grímur á Khashoggi þegar honum var tjáð að Interpol hefði skipað honum að snúa aftur til Ríad. Samkvæmt upptökunni neitaði Khashoggi að fylgja ýmsum skipunum mannanna, sem sögðu honum m.a. að senda syni sínum skilaboð. Khashoggi á þá að hafa spurt morðingja sína hvort þeir hygðust byrla honum ólyfjan, sem þeir svo gerðu. Þegar Khashoggi hafði verið byrlað bað hann morðingjana um að gæta þess að halda munni hans ekki lokuðum. „Ég er með astma. Ekki gera það, þið munuð kæfa mig,“ heyrist Khashoggi segja. Svo virðist sem þetta séu hinstu orð blaðamannsins en í frétt Sabah kemur fram að morðingjarnir hafi sett poka yfir höfuð hans og þannig kæft hann. Í fréttinni segir einnig að á upptökunni megi heyra þegar réttarmeinafræðingurinn bútar lík Khashoggi niður. Lengi hafa verið uppi kenningar um tilvist upptöku af hinstu augnablikum Khashoggis, að því er segir í frétt BBC. Þannig hafa tyrknesk stjórnvöld opinberlega staðfest að slíkar upptökur séu til. Ekki er þó ljóst hvernig Sabah komst yfir upptökuna.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36
Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55
Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02