Enski boltinn

Alisson byrjaður að æfa aftur og gæti spilað í september

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson er að verða klár á nýjan leik.
Alisson er að verða klár á nýjan leik. vísir/getty

Stuðningsmenn Liverpool fengu góðar fréttir í gær er fréttir bárust af því að brasilíski markvörðurinn Alisson er byrjaður að æfa aftur.

Liverpool reiknar með því að hann geti byrjað að spila aftur með liðinu í síðasta lagi í lok mánaðarins verði hann ekki fyrir öðrum meiðslum.

Hann var við æfingar á Melwood-svæðinu, æfingavelli Liverpool, í síðustu viku á meðan flestir aðrir fengu frí eða voru í landsliðsverkefnum.

Alisson fann ekkert fyrir í kálfanum í síðustu viku en hann hefur verið frá síðan í 1. umferðinni. Nú hefur honum verið gefið grænt ljós að æfa á nýjan leik.

Adrian hefur staðið í markinu í fjarveru Alisson og gert það ágætlega. Liverpool er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.