Enski boltinn

Alisson byrjaður að æfa aftur og gæti spilað í september

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson er að verða klár á nýjan leik.
Alisson er að verða klár á nýjan leik. vísir/getty
Stuðningsmenn Liverpool fengu góðar fréttir í gær er fréttir bárust af því að brasilíski markvörðurinn Alisson er byrjaður að æfa aftur.

Liverpool reiknar með því að hann geti byrjað að spila aftur með liðinu í síðasta lagi í lok mánaðarins verði hann ekki fyrir öðrum meiðslum.

Hann var við æfingar á Melwood-svæðinu, æfingavelli Liverpool, í síðustu viku á meðan flestir aðrir fengu frí eða voru í landsliðsverkefnum.







Alisson fann ekkert fyrir í kálfanum í síðustu viku en hann hefur verið frá síðan í 1. umferðinni. Nú hefur honum verið gefið grænt ljós að æfa á nýjan leik.

Adrian hefur staðið í markinu í fjarveru Alisson og gert það ágætlega. Liverpool er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×