Fótbolti

„Báðum Neymar aldrei um að skrifa undir heldur sögðum okkar skoðun“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi á leik Barcelona á dögunum með börnum sínum.
Messi á leik Barcelona á dögunum með börnum sínum. vísir/getty

Lionel Messi, Argentínumaðurinn magnaði í liði Barcelona, hefur tjáð sig um fjaðrafokið í kringum Neymar í sumar. Neymar var mikið orðaður við Börsunga en varð svo að endingu áfram hjá PSG.

Neymar lék með Barcelona áður en hann fór til Frakklands árið 2016 og var endurkoman ansi líkleg í sumar en ekkert varð svo úr henni.

„Ég hefði elskað það ef hann hefði komið. Hreinskilnislega veit ég ekki hvort Barca var nálægt að fá hann en samningaviðræðurnar við PSG voru ekki auðveldar.“

„Ég er ekki vonsvikinn. Við erum með frábært lið sem getur keppt um allt, einnig án Neymar,“ sagði Messi er hann ræddi um málið.

Messi segir einnig að það sé ekki bara inni á vellinum sem hann hefði hjálpað liðinu.

„Íþróttalega séð er Neymar einn besti leikmaðurinn í heiminum. Og með honum hefði ímyndin og styrktaraðilarnir tekið stökk.“

Mikið var fjallað um að leikmennirnir væru að setja pressu á Neymar að koma til félagsins en Messi segir það af og frá.

„Við báðum Neymar aldrei um að skrifa undir heldur sögðum okkar skoðun,“ og aðspurður um hvort hann væri á leið burt frá Barcelona svaraði Messi:

„Þetta er mitt hús og ég vil ekki fara en ég vil vinna,“ sagði Argentínumaðurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.