Þú gætir átt heima í nýju póstnúmeri um mánaðamótin Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 11:46 Horft í átt að Vatnsmýri þar sem nýja póstnúmerið verður að finna. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti) Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti)
Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56