Þú gætir átt heima í nýju póstnúmeri um mánaðamótin Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 11:46 Horft í átt að Vatnsmýri þar sem nýja póstnúmerið verður að finna. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti) Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti)
Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56