Fótbolti

Levante náði næstum í stig gegn Real Madrid

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Real fagna einu af mörkum sínum í dag.
Leikmenn Real fagna einu af mörkum sínum í dag. Vísir/Getty
Heimamenn í Real Madrid byrjuðu leikinn frábærlega og voru í raun miklu betri aðilinn í dag þrátt fyrir að hafa slakað verulega á í síðari hálfleik. Karim Benzema kom heimamönnum yfir eftir 25. mínútna leik með góðu skallamarki. Hann tvöfaldaði svo forystuna sex mínútum síðar og það var svo varnarsinnaði miðjumaðurinn Casemiro sem kom Real í 3-0 áður en flautað var til hálfleiks og leit allt út fyrir stórsigur Real á þessum tímapunkti. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Real ekki að nýta eitt af fjölmörgum tækifærum sínum í síðari hálfleik en meðal annars var mark dæmt af þeim vegna rangstöðu í stöðunni 3-1.Levante nýttu hins vegar nánast öll sín færi í leiknum en tveir fyrrum leikmenn Real voru á skotskónum. Borja Mayoral minnkaði muninn í 3-1 á 49. mínútu og Gonzalo Melero minnkaði hann enn frekar á 75. mínútu. Nær komust gestirnir ekki og stigin Real Madrid manna í dag. Real eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar með átta stig en nágrannar þeirra í Atletico eru í toppsætinu með níu stig og leik til góða. Levante eru í 5. sæti  með sex stig eftir fjóra leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.