Callum Wilson sá um Everton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Callum Wilson var munurinn á liðunum
Callum Wilson var munurinn á liðunum vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton þegar liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Varnarmenn Everton áttu í miklum vandræðum með Callum Wilson í framlínu Bournemouth og kom hann heimamönnum í 1-0 á 23.mínútu.Staðan var þó jöfn í leikhléi því Dominic Calvert Lewin jafnaði metin fyrir Everton á lokamínútu fyrri hálfleiks.Heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik og gerðu tvö mörk með stuttu millibili á 67. og 72.mínútu leiksins. Á milli markanna var Gylfa skipt af velli fyrir Moise Kean.Lokatölur 3-1 fyrir Bournemouth og eru bæði lið því með sjö stig eftir fimm leiki.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.