Callum Wilson sá um Everton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Callum Wilson var munurinn á liðunum
Callum Wilson var munurinn á liðunum vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton þegar liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Varnarmenn Everton áttu í miklum vandræðum með Callum Wilson í framlínu Bournemouth og kom hann heimamönnum í 1-0 á 23.mínútu.

Staðan var þó jöfn í leikhléi því Dominic Calvert Lewin jafnaði metin fyrir Everton á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik og gerðu tvö mörk með stuttu millibili á 67. og 72.mínútu leiksins. Á milli markanna var Gylfa skipt af velli fyrir Moise Kean.

Lokatölur 3-1 fyrir Bournemouth og eru bæði lið því með sjö stig eftir fimm leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira