Fótbolti

Rúrik og félagar misstu af tækifærinu til að jafna toppliðið að stigum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúrik í leiknum gegn Karlsruher.
Rúrik í leiknum gegn Karlsruher. vísir/getty
Rúrik Gíslason og félagar í Sandhausen töpuðu 1-0 fyrir Karlsruher í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Ef Sandhausen hefði unnið hefði liðið jafnað Hamburg að stigum á toppi deildarinnar. Sandhausen er þess í stað í 4. sæti deildarinnar með tíu stig eftir sex leiki.

Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen og lék allan leikinn.

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir SønderjyskE sem gerði markalaust jafntefli við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni.

Þetta var fimmta jafntefli SønderjyskE í fyrstu níu deildarleikjum tímabilsins. Liðið er í 7. sæti með ellefu stig.

Anna Rakel Pétursdóttir var í byrjunarliði Linköping sem laut í lægra haldi fyrir Eskilstuna United, 0-1, í sænsku úrvalsdeildinni.

Þetta var annað tap Linköpings í röð. Liðið er í 6. sæti með 26 stig eftir 17 leiki.

Anna Rakel var tekin af velli þegar sex mínútur voru til leiksloka. Hún hefur leikið 14 af 17 deildarleikjum Linköpings á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×