Íslenski boltinn

Fjölnir getur endurheimt sæti sitt í Pepsi Max-deildinni á morgun: „Viljum klára þetta á heimavelli“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Næstsíðasta umferð Inkasso-deildar karla fer fram á morgun. Hart er barist á toppi og botni deildarinnar.

Leikur Fjölnis og Leiknis R. verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fjölnismönnum dugir jafntefli til að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni. Leiknir er í 3. sætinu með 36 stig, fimm stigum á eftir Fjölni og einu stigi á eftir Gróttu sem er í 2. sætinu. Seltirningar mæta botnliði Njarðvíkinga á morgun.

„Þetta verður erfiður slagur. Menn hafa verið duglegir að tala okkur upp í sumar en ég hef alltaf sagt að þetta verði barátta fram á lokadag. En helst viljum við klára þetta á morgun. Við eigum heimaleik og ljóst er að eitt stig dugir,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fjölnismenn hafa verið á toppi Inkasso-deildarinnar í nær allt sumar. Þeir tóku smá dýfu fyrir skemmstu en hafa unnið síðustu tvo leiki sína samtals 13-1.

„Við höfum hikstað á leiðinni en lengst af höfum við leitt deildina,“ sagði Ásmundur sem tók við Fjölni eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni í fyrra. Hann kom Fjölni einnig upp í efstu deild 2007 og tvisvar í bikarúrslit (2007 og 2008).

Leikirnir í næstsíðustu umferð Inkasso-deildarinnar hefjast allir klukkan 14:00 á morgun.

Leikirnir í 21. umferð Inkasso-deildar karla:
Fjölnir - Leiknir R.
Njarðvík - Grótta
Magni - Þróttur R.
Fram - Þór
Afturelding - Víkingur Ó.
Haukar - Keflavík

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Staðan í Inkasso-deild karla.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.