Innlent

Byggingarverktakar kvíða ekki vetrinum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Gylfi Gíslason, sem er framkvæmdastjóri Jáverks á Selfossi. Fyrirtækið er með um 130 starfsmenn í vinnu.
Gylfi Gíslason, sem er framkvæmdastjóri Jáverks á Selfossi. Fyrirtækið er með um 130 starfsmenn í vinnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks á Selfossi segir stöðuna á markaðnum góða og hann kvíðir ekki vetrinum enda næg verkefni í gangi og framunda.

 

Jáverk á Selfossi er stærsti byggingarverktakinn á Suðurlandi með um 130 starfsmenn í vinnu. Fyrirtækið hefur sinnt mörgum stórum verkefnum í gegnum árin og það er enginn verkefnaskortur í gangi. En hvað segir Gylfi almennt um stöðuna á byggingamarkaðnum?

 

„Hún er nú bara nokkuð góð. Það hefur auðvitað eitthvað hægt á í íbúðarbyggingum, þó það væri uppsöfnuð þörf en þá virðist mönnum ekki hafa tekist að uppfylla þá þörf, sem er fyrir hendi, þar að segja í verðum, þannig að það eru ákveðin svæði, sem hafa gengið illa í sölu. Almennt er þó bara ágætis ástand framundan á byggingamarkaðnum. Það er meiri stöðugleiki yfir þessu heldur en maður kynntist hér á árunum fyrir hrun“.

 

 

En hvernig leggst veturinn í Gylfa og hans starfsmenn hjá JÁVERKI?

 

„Bara gríðarlega vel, verkefnastaða okkar er frábær, við erum ágætlega settir næstu tvö árin en auðvitað getum við alltaf blómum á okkur bætt“.

 

Gylfi segir mörg stór verkefni í gangi hjá fyrirtækinu. „Já, hér á Suðurlandi erum við t.d. nýbyrjuð á miðbænum á Selfossi, sem er stórt og skemmtilegt verkefni, við verðum í Eden byggðinni í Hveragerði, við erum að byrja að byggja íbúðir í Grænumörkinni á Selfossi með aldurskvöð. Á höfuðborgarsvæðinu erum við líka með stór verkefni, 330 stúdentaíbúðir fyrir Háskólann í Reykjavík, íbúðir fyrir Hrafnistu, íbúðir fyrir Búseta, þannig að verkefnastaðan er góð“, segir Gylfi.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.