Fótbolti

Fjórði sigur Jóns Dags og félaga í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur og félagar í AGF eru í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Jón Dagur og félagar í AGF eru í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Jón Dagur Þorsteinsson lék síðustu 18 mínúturnar þegar AGF vann 3-0 sigur á Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.Mustapha Bundu skoraði öll mörk AGF. Jón Dagur kom inn á fyrir hann á 72. mínútu.AGF hefur unnið fjóra leiki í röð og er komið upp í 3. sæti deildarinnar.Illa gengur hjá Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Rubin Kazan. Í dag töpuðu þeir fyrir fyrir Orenburg, 2-1, í rússnesku úrvalsdeildinni.Viðar kom inn á sem varamaður á 73. mínútu.Rubin Kazan hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar með tíu stig eftir níu leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.