Fótbolti

Fjórði sigur Jóns Dags og félaga í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur og félagar í AGF eru í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Jón Dagur og félagar í AGF eru í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson lék síðustu 18 mínúturnar þegar AGF vann 3-0 sigur á Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Mustapha Bundu skoraði öll mörk AGF. Jón Dagur kom inn á fyrir hann á 72. mínútu.

AGF hefur unnið fjóra leiki í röð og er komið upp í 3. sæti deildarinnar.

Illa gengur hjá Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Rubin Kazan. Í dag töpuðu þeir fyrir fyrir Orenburg, 2-1, í rússnesku úrvalsdeildinni.

Viðar kom inn á sem varamaður á 73. mínútu.

Rubin Kazan hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar með tíu stig eftir níu leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.