Fótbolti

Mikael skoraði í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikael á landsliðsæfingu á dögunum
Mikael á landsliðsæfingu á dögunum vísir/vilhelm

Það var Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Mikael Neville Anderson og félagar í Midtjylland heimsóttu Frederik Schram í Lyngby.

Frederic var reyndar varamarkvörður Lyngby og kom ekkert við sögu þegar Midtjylland vann 0-3 sigur.

Unglingalandsliðsmaðurinn Mikael var hins vegar í byrjunarliði Midtjylland og skoraði annað mark liðsins á 54.mínútu og var svo skipt af velli skömmu síðar.

Midtjylland á toppi deildarinnar með 25 stig eftir níu leiki. Lyngby hins vegar í 12.sæti með 9 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.