Fótbolti

Mikael skoraði í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikael á landsliðsæfingu á dögunum
Mikael á landsliðsæfingu á dögunum vísir/vilhelm
Það var Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Mikael Neville Anderson og félagar í Midtjylland heimsóttu Frederik Schram í Lyngby.Frederic var reyndar varamarkvörður Lyngby og kom ekkert við sögu þegar Midtjylland vann 0-3 sigur.Unglingalandsliðsmaðurinn Mikael var hins vegar í byrjunarliði Midtjylland og skoraði annað mark liðsins á 54.mínútu og var svo skipt af velli skömmu síðar.Midtjylland á toppi deildarinnar með 25 stig eftir níu leiki. Lyngby hins vegar í 12.sæti með 9 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.