Fótbolti

Glódís og stöllur hennar styrktu stöðu sína á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á toppnum í Svíþjóð.
Á toppnum í Svíþjóð.

Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengard í dag þegar liðið heimsótti Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Rosengard vann leikinn 0-2 með mörkum Önnu Anvegard og Hönnu Bennison. Rosengard með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. 
Á sama tíma var Íslendingaslagur í fallbaráttunni þegar Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Arnarsdóttir og stöllur þeirra í Djurgarden fengu Andreu Þórisson og stöllur hennar í Bunkeflo í heimsókn. 

Ingibjörg var reyndar sú eina sem fékk að spreyta sig en hún lék allan leikinn í vörn Djurgarden í markalausu jafntefli.

Í enska boltanum hófu Rakel Hönnudóttir (Reading) og María Þórisdóttir (Chelsea) báðar leik á bekknum hjá sínum liðum.

Rakel kom inná á 79.mínútu þegar Reading beið lægri hlut fyrir Man City 0-2.

María kom inná hjá Chelsea á 86.mínútu og hjálpaði liði sínu að ná jöfnunarmarki á lokamínútunni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Brighton.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.