Bíó og sjónvarp

Aron vann Emmy-verðlaun

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Hlaut hann verðlaunin ásamt teymi hjá fyrirtækinu Framestone fyrir atriði í heimildarmyndinni Free Solo.
Hlaut hann verðlaunin ásamt teymi hjá fyrirtækinu Framestone fyrir atriði í heimildarmyndinni Free Solo.

Aron Hjartarson vann Emmy-verðlaun á laugardagskvöld fyrir framúrskarandi skapandi árangur í gagnvirkri miðlun á óskrifuðu atriði.

Hlaut hann verðlaunin ásamt teymi hjá fyrirtækinu Framestone fyrir atriði í heimildarmyndinni Free Solo. Hún fjallar um klettaklifursmann sem klífur klettinn El Capitan í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu.

Aron og félagar hjá Framestore notuðu 360 gráðu kvikmyndatækni við tökurnar. Hægt er að nota sýndarveruleikagleraugu við að horfa á klifrið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.