Fótbolti

Uppselt á leikinn gegn Frökkum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tólfan í stuði.
Tólfan í stuði. vísir/daníel

Uppselt er á leik Íslands og heimsmeistara Frakklands sem fer fram á Laugardalsvellinum föstudaginn 11. október klukkan 18:45.

Þetta er næstsíðasti heimaleikur Íslands í undankeppni EM 2020. Sá síðasti er gegn Andorra mánudaginn 14. október klukkan 18:45.

Miðasala á leikinn við Andorra hefst á miðvikudaginn klukkan 12:00 á tix.is.

Ísland er með tólf stig í 3. sæti H-riðils undankeppninnar, þremur stigum á eftir Tyrklandi og Frakklandi.

Ísland tapaði útileiknum gegn Frakklandi, 4-0, en vann útileikinn gegn Andorra, 0-2.

Síðustu tveir leikir Íslands í undankeppninni eru á útivelli. Fimmtudaginn 14. nóvember mæta Íslendingar Tyrkjum í Istanbúl og sunnudaginn 17. nóvember eigast Ísland og Moldóva við í Kisínev.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.