Innlent

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fimm í gær til fimm í morgun voru 54 mál bókuð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fjórir voru vistaðir í fangageymslu.
Frá fimm í gær til fimm í morgun voru 54 mál bókuð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fjórir voru vistaðir í fangageymslu. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni barst á níunda tímanum í gær tilkynning um að konu hefði verið hrint fram af svölum í Breiðholti. Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Í dagbók lögreglu segir að málið sé í rannsókn.

Þá voru tveir menn handteknir í miðbænum eftir að þeir fóru að slást. Mennirnir eru báðir sagðir hafa dregið upp hnífa og fundust hnífar á þeim þegar lögregluþjóna bar að garði. Mönnunum var sleppt eftir skýrslutökur.

Frá fimm í gær til fimm í morgun voru 54 mál bókuð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fjórir voru vistaðir í fangageymslu.

Þar á meðal var tilkynnt um innbrot í bíl og var ýmsum verðmætum stolið. Tveir fimmtán ára drengir voru þar að auki gómaðir í Breiðholtsskóla fyrir húsbrot. Þeir höfðu komist yfir lykil og farið þar nokkrum sinnum inn um helgina svo innbrotskerfið fór í gang. Drengirnir eru einnig grunaðir um þjófnað og skemmdarverk.

Samkvæmt lögreglunni voru foreldrar kallaðir til að Barnaverndarnefnd tilkynnt málið.

Lögreglunni barst einnig beiðni um aðstoð frá starfsfólki vínveitingastaðar þar sem ölvaður maður var að áreita aðra og reyna að efna til slagsmála. Honum var vísað á brott.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.