Fótbolti

Albert skoraði næstum því frá miðju | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert í leiknum í gær.
Albert í leiknum í gær. vísir/getty
Albert Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Jong AZ Alkmaar í hollensku B-deildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 fyrir NAC Breda á heimavelli.Albert og félagar voru einu marki yfir í hálfleik  með marki Tijjani Reijnders en tvö mörk Breda á síðustu tuttugu mínútunum skiluðu þeim þremur stigum.KR-ingurinn átti þó líklega tilþrif leiksins. Eftir annað mark Breda ákvað hann að skjóta úr miðjunni og var ansi nærri því að skora beint úr miðjunni.

Það tókst nærri því en markvörður Breda náði að blaka boltanum yfir markið. Hefði verið skemmtilegt fyrir KR-inginn að fullkomna gærkvöldið með glæsilegu marki en uppeldisfélag hans varð svo Íslandsmeistari.Albert hefur ekki spilað jafn mikið og vonast var eftir í hollensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili en hann hefur náð að skora eitt mark í forkeppni Evrópudeildarinnar.Alkmaar mætir til leiks í Evrópudeildinni á fimmtudag er liðið mætir Partizan Beograd.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.