Fótbolti

Leikbann Neymar í Meistaradeildinni stytt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á hliðarlínunni í leiknum umtalaða.
Neymar á hliðarlínunni í leiknum umtalaða. vísir/getty
Leikbann Brasilíumannsins hjá Paris Saint-Germain, Neymar, hefur verið stytt úr þriggja leikja banni niður í tvo leiki.

Neymar var dæmdur í þriggja leikja bann í lok apríl fyrir að hafa móðgað dómarana í leik PSG og Manchester United á Instagram eftir leik liðanna í 16-liða úrslitunum.

PSG áfrýjaði dómnum til íþróttadómstólsins í Sviss og hefur bannið nú verið stytt niður í tvo leiki en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá íþróttadómstólnum.







Neymar mun því bara missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar; annað kvöld gegn Real Madrid og svo í 2. umferðinni gegn Galatasaray.

Hann verður svo mættur aftur í Meistaradeildina er PSG spilar á útivelli gegn Club Brugge þann 22. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×