Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2019 11:26 Ungu karlmennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan um miðjan maí. Vísir/Vilhelm Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Karlmennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi undanfarna fjóra mánuði. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998, tveir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og einn á Austurlandi, hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Í ákæru á hendur mönnum segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest áfram til Amsterdam í Hollandi. Þar segir að þessir tveir hafi farið að fyrirmælum þriðja mannsins, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds manns. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill eða um og yfir 80 prósent. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm verði þeir fundnir sekir.Játa minniháttar fíkniefnalagabrot Meðfram málinu eru tveir mannanna ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af kókaíni á heimili sínu eða í fórum sínum. Játuðu þeir sök hvað þetta atriði varðar. Þá neitaði þriðji maðurinn, sá sem er ákærður fyrir skipulagninguna, ákæru sem snýr að peningaþvætti. 3,1 milljón króna fannst á heimili hans í Reykjavík við húsleit lögreglu. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, sem sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara, upplýsti í þingsal í dag að ný gögn væru komin fram er sneru að því hvernig innflutninginn var fjármagnaður. Sá angi málsins er enn til rannsóknar segir Margrét Unnur í samtali við Vísi. Hún gerir sömuleiðis þá kröfu að farsímar mannanna verði gerðir upptækir, milljónirnar 3,1 auk annars reiðufjár sem fannst á mönnunum. Dómsmál Fíkn Tengdar fréttir Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24. ágúst 2019 12:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Karlmennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi undanfarna fjóra mánuði. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998, tveir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og einn á Austurlandi, hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Í ákæru á hendur mönnum segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest áfram til Amsterdam í Hollandi. Þar segir að þessir tveir hafi farið að fyrirmælum þriðja mannsins, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds manns. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill eða um og yfir 80 prósent. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm verði þeir fundnir sekir.Játa minniháttar fíkniefnalagabrot Meðfram málinu eru tveir mannanna ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af kókaíni á heimili sínu eða í fórum sínum. Játuðu þeir sök hvað þetta atriði varðar. Þá neitaði þriðji maðurinn, sá sem er ákærður fyrir skipulagninguna, ákæru sem snýr að peningaþvætti. 3,1 milljón króna fannst á heimili hans í Reykjavík við húsleit lögreglu. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, sem sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara, upplýsti í þingsal í dag að ný gögn væru komin fram er sneru að því hvernig innflutninginn var fjármagnaður. Sá angi málsins er enn til rannsóknar segir Margrét Unnur í samtali við Vísi. Hún gerir sömuleiðis þá kröfu að farsímar mannanna verði gerðir upptækir, milljónirnar 3,1 auk annars reiðufjár sem fannst á mönnunum.
Dómsmál Fíkn Tengdar fréttir Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24. ágúst 2019 12:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24. ágúst 2019 12:21