Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. ágúst 2019 12:21 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. Vísir/Jói K. Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir, sem eru allir rétt yfir tvítugt, eiga yfir höfði sér þungan dóm. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998 og hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Í ákærunni segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest til Amsterdam í Hollandi. Í ákærunni kemur einnig fram að hinir tveir ákærðu hefðu farið um borð í lestarvagninn að fyrirmælum þess þriðja, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds aðila. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir, sem eru allir rétt yfir tvítugt, eiga yfir höfði sér þungan dóm. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998 og hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Í ákærunni segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest til Amsterdam í Hollandi. Í ákærunni kemur einnig fram að hinir tveir ákærðu hefðu farið um borð í lestarvagninn að fyrirmælum þess þriðja, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds aðila. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm.
Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira