Titilvörnin hófst á tapi hjá Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kvöldið fór ekki eins og Salah og félagar hefðu óskað sér
Kvöldið fór ekki eins og Salah og félagar hefðu óskað sér vísir/getty
Evrópumeistarar Liverpool byrjuðu titilvörn sína í Meistaradeild Evrópu á tapi fyrir Napólí á Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar.Fyrri hálfleikur var markalaus á Stadio San Paolo og gekk liðunum illa að brjótast í gegn um varnir hvors annars.Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem ísinn var brotinn og gerði Dries Mertens það úr vítaspyrnu. Andrew Robertson var dæmdur brotlegur gegn Jose Callejon, Mertens fór á punktinn og skoraði.Í uppbótartíma tryggði Fernando Llorente Napólí svo sigurinin með marki eftir sjaldséð mistök frá Virgil van Dijk í vörninni. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Napólí. Þrátt fyrir að Meistaradeildartímabilið byrji ekki vel fyrir Liverpool geta stuðningsmenn liðsins samt huggað sér við það að Liverpool tapaði öllum þremur útileikjum sínum í riðlinum á síðasta tímabili en endaði á því að vinna keppnina.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.