Innlent

Í gæslu­varð­hald grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konunni var hrint fram af svölum íbúðarhúss í Breiðholti.
Konunni var hrint fram af svölum íbúðarhúss í Breiðholti. Vísir/vilhelm

Maðurinn sem handtekinn var í gærkvöldi, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að maðurinn sé úrskurðaður í varðhald á grundvelli 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, það er að segja að talið er að hann hafi rofið, í verulegum atriðum, skilyrði skilorðsbundins dóms.

Konan sem maðurinn er grunaður um að hafa hrint er illa slösuð en ekki talin í lífshættu.


Tengdar fréttir

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti

Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.