Innlent

Vilja rýmri opnunartíma

Björn Þorfinnsson skrifar
Eyþór Arnalds, Oddviti Sjálfstæðisflokksins.
Eyþór Arnalds, Oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi borgarstjórnar í gær til að opnunartími stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar yrði gerður sveigjanlegri til þess að létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þá yrði þess freistað gera þetta í samvinnu við atvinnurekendur og ríkið. Tillögunni var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

„Það hefur ekkert gerst í þessum málum í fimm ár,“ sagði Eyþór L. Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, þegar hann lýsti vonbrigðum þar sem lausnin væri ódýr og mætti vinna hratt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.