Innlent

Vilja rýmri opnunartíma

Björn Þorfinnsson skrifar
Eyþór Arnalds, Oddviti Sjálfstæðisflokksins.
Eyþór Arnalds, Oddviti Sjálfstæðisflokksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi borgarstjórnar í gær til að opnunartími stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar yrði gerður sveigjanlegri til þess að létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þá yrði þess freistað gera þetta í samvinnu við atvinnurekendur og ríkið. Tillögunni var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.„Það hefur ekkert gerst í þessum málum í fimm ár,“ sagði Eyþór L. Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, þegar hann lýsti vonbrigðum þar sem lausnin væri ódýr og mætti vinna hratt.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.