Auðvelt hjá City í Úkraínu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Manchester City byrjaði nýtt tímabil í Meistaradeild Evrópu á þægilegum útisigri á Shakhtar Donetsk.

Riyad Mahrez kom Manchester City yfir á 24. mínútu leiksins þegar hann fylgdi eftir stangarskoti Ilkay Gundogan.Gundogan tókst svo að skora sjálfur þegar líða tók á hálfeikinn og Mahrez lagði upp fyrir félaga sinn til þess að þakka fyrir fyrsta markið.Snemma í seinni hálfleik var Gundogan hársbreidd frá því að bæta öðru marki sínu við en Andriy Pyatov varði. Donetsk náði ekki að hreinsa, boltinn féll fyrir Raheem Sterling sem setti hann í stöngina.Eftir klukkutíma leik kom City boltanum í markið en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þriðja markið kom loks á 76. mínútu þegar Gabriel Jesus náði að koma boltanum löglega í netið.Leiknum lauk með þægilegum 3-0 sigri Englandsmeistaranna sem fara vel af stað í Meistaradeildinni.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.