Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 18:30 Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02