Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 18:30 Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02