Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2019 19:15 Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu meta þessa dagana tillögur frá samgönguráðherra um stórframkvæmdir í umferðarmálum á svæðinu og uppbyggingu borgarlínu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld nauðbeygð til að breyta allri gjaldtöku á ökutæki og umferð vegna þróunar á gerð ökutækja. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra og samgönguráðherra út í áform um stórframkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum þar á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að svo virtist að leggja ætti viðbótargjöld á íbúa höfuðborgarsvæðisins ofan á fjölbreytt gjöld sem þegar væru lögð á bíleigendur. „Getur ráðherrann hæstvirtur hugsað sér að fólk verði látið borga gjöld, viðbótargjöld, fyrir að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins. Og í öðru lagi getur hæstvirtur ráðherra hugsað sér að slík gjaldtaka renni til fyrirbæris sem kallað er borgarlína,“ spurði formaður Miðflokksins. „Ég sé ekki bara fyrir mér að við gætum tekið upp ný gjöld heldur sé ég fyrir mér að við séum nauðbeygð til að gjörbreyta allri gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og samgöngum í landinu. Það er út af orkuskiptunum,“ sagði fjármálaráðherra. Lítil sem engin gjöld væru innheimt í dag af rafmagnsbílum til að hvetja til notkunar þeirra og þar með fengi ríkissjóður engar tekjur af þeim. „Þessir bílar fara um göturnar án þess að leggja nokkuð til vegna þess að þeir fara aldrei á dæluna. Þeim er að fjölga, þeim er að fjölga og þeim er að fjölga næst hraðast í heiminum á Íslandi. Umhverfisvænum bílum og rafmagnsbílum,“ sagði Bjarni. Hann sagði undanfarnar tvær ríkisstjórnir hafa fengið áskorun frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu um samtal um almenningssamgöngur. Þar væri verið að ræða nýjan samgönguás um höfuðborgarsvæðið. Aðalatriðið væri að það samkomulag sem væri í smíðum væri um stórfellda uppbyggingu í samgöngum á höfðuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð.Gagnrýna skort á samráði Þingmenn minnihlutans gagnrýna margir meint samráðsleysi ríkisstjórnarinnar við þá um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. En kynningafundur Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrir þingmenn svæðisins var blásinn af í fyrradag vegna þess að hann rakst á við þingstörf en áformin voru kynnt sveitarfélögum fyrir um hálfum mánuði og þau funduðu um í dag. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagði lítið fara fyrir boðuðu þverpólitísku samráði. „Er þetta samkomulag eða drög að samkomulagi? Mun meirihlutinn og minnihlutinn hér á þingi hafa einhverja raunverulega aðkomu að þessu máli þegar samkomulag við sveitarfélögin liggur fyrir. Ef það þá næst og ef stjórnarflokkarnir sjálfir ná samkomulagi við sjálfa sig,“ sagði Þorsteinn. Samgönguráðherra segir þingmenn hafa komið að málum við gerð samgönguáætlunar í vor. Ferlið hafi verið gagnsætt á samstarfsvettvangi með sveitarfélögum þar sem flokkarnir ættu allir fulltrúa. „En það hefur ekki staðið á mér að kynna þetta mál fyrir hverjum sem er. Þá vinnu sem er í gangi. En henni er ekki lokið, hún er í gangi og það er ekkert óvænt við það,“ sagði Sigurður Ingi og sakaði Þorstein um að ástunda ímyndarstjórnmál. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 „Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 16. september 2019 18:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu meta þessa dagana tillögur frá samgönguráðherra um stórframkvæmdir í umferðarmálum á svæðinu og uppbyggingu borgarlínu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld nauðbeygð til að breyta allri gjaldtöku á ökutæki og umferð vegna þróunar á gerð ökutækja. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra og samgönguráðherra út í áform um stórframkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum þar á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að svo virtist að leggja ætti viðbótargjöld á íbúa höfuðborgarsvæðisins ofan á fjölbreytt gjöld sem þegar væru lögð á bíleigendur. „Getur ráðherrann hæstvirtur hugsað sér að fólk verði látið borga gjöld, viðbótargjöld, fyrir að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins. Og í öðru lagi getur hæstvirtur ráðherra hugsað sér að slík gjaldtaka renni til fyrirbæris sem kallað er borgarlína,“ spurði formaður Miðflokksins. „Ég sé ekki bara fyrir mér að við gætum tekið upp ný gjöld heldur sé ég fyrir mér að við séum nauðbeygð til að gjörbreyta allri gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og samgöngum í landinu. Það er út af orkuskiptunum,“ sagði fjármálaráðherra. Lítil sem engin gjöld væru innheimt í dag af rafmagnsbílum til að hvetja til notkunar þeirra og þar með fengi ríkissjóður engar tekjur af þeim. „Þessir bílar fara um göturnar án þess að leggja nokkuð til vegna þess að þeir fara aldrei á dæluna. Þeim er að fjölga, þeim er að fjölga og þeim er að fjölga næst hraðast í heiminum á Íslandi. Umhverfisvænum bílum og rafmagnsbílum,“ sagði Bjarni. Hann sagði undanfarnar tvær ríkisstjórnir hafa fengið áskorun frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu um samtal um almenningssamgöngur. Þar væri verið að ræða nýjan samgönguás um höfuðborgarsvæðið. Aðalatriðið væri að það samkomulag sem væri í smíðum væri um stórfellda uppbyggingu í samgöngum á höfðuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð.Gagnrýna skort á samráði Þingmenn minnihlutans gagnrýna margir meint samráðsleysi ríkisstjórnarinnar við þá um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. En kynningafundur Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrir þingmenn svæðisins var blásinn af í fyrradag vegna þess að hann rakst á við þingstörf en áformin voru kynnt sveitarfélögum fyrir um hálfum mánuði og þau funduðu um í dag. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagði lítið fara fyrir boðuðu þverpólitísku samráði. „Er þetta samkomulag eða drög að samkomulagi? Mun meirihlutinn og minnihlutinn hér á þingi hafa einhverja raunverulega aðkomu að þessu máli þegar samkomulag við sveitarfélögin liggur fyrir. Ef það þá næst og ef stjórnarflokkarnir sjálfir ná samkomulagi við sjálfa sig,“ sagði Þorsteinn. Samgönguráðherra segir þingmenn hafa komið að málum við gerð samgönguáætlunar í vor. Ferlið hafi verið gagnsætt á samstarfsvettvangi með sveitarfélögum þar sem flokkarnir ættu allir fulltrúa. „En það hefur ekki staðið á mér að kynna þetta mál fyrir hverjum sem er. Þá vinnu sem er í gangi. En henni er ekki lokið, hún er í gangi og það er ekkert óvænt við það,“ sagði Sigurður Ingi og sakaði Þorstein um að ástunda ímyndarstjórnmál.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 „Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 16. september 2019 18:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45
„Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 16. september 2019 18:30