Fótbolti

Rúnar Már: „Draumur að spila á Old Trafford“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már sækir að Marcus Rashford.
Rúnar Már sækir að Marcus Rashford. vísir/getty
Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn þegar Astana tapaði 1-0 fyrir Manchester United á Old Trafford í L-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.Hinn 17 ára Mason Greenwood skoraði sigurmarkið á 73. mínútu. Hann er yngsti markaskorari United í Evrópukeppni í sögu félagsins.„Við stóðum okkur vel og gerðum þeim erfitt fyrir. Við fengum ágætis tækifæri líka en það var ekki nóg til að fá stig,“ sagði Rúnar við UEFA eftir leikinn í kvöld.Fjölmörg skyldmenni Rúnars voru í stúkunni á Old Trafford í kvöld. Hann og fjölskylda hans eru stuðningsmenn United.„Augnablikið var sérstakt fyrir mig og fjölskyldu mína sem var í stúkunni. Það var draumur að spila hérna þótt ég hefði viljað fá stig,“ sagði Rúnar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Fjalla um Rúnar Má og ást hans á Man. United

Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.