Innlent

Ekið á hjólreiðamann í Kópavogi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjólreiðamanninum varð ekki meint af óhappinu. Mynd er úr safni.
Hjólreiðamanninum varð ekki meint af óhappinu. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm
Ekið var á hjólreiðamann í Kópavogi snemma á tíunda tímanum í morgun. Hjólreiðamanninn sakaði ekki en hjólið er lítillega laskað eftir óhappið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Á tíunda tímanum var einnig tilkynnt um eld í heimahúsi í miðbænum. Við nánari athugun reyndist eldurinn vera gufa. Nokkru síðar var tilkynnt um mikinn reyk frá íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni. Þar hafði pottur gleymst á eldvél og var íbúðin reykræst.

Um klukkan átta í morgun var lögreglu tilkynnt um ökumann sem talið var að væri ekki í ástandi til þess að stjórna ökutæki sínu. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var ekki heldur með tilskilin ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×