Valli Reynis er ánægður með lagið um Valla Reynis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2019 19:15 Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni. Árborg Tónlist Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni.
Árborg Tónlist Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira