Innlent

Mikil aukning á fjölda þeirra sem greindust með HIV

Atli Ísleifsson skrifar
Alls er talið að fimm einstaklingar hafi smitast á Íslandi.
Alls er talið að fimm einstaklingar hafi smitast á Íslandi. Getty
Mikil aukning varð á fjölda þeirra sem greindust með HIV-sýkingu á síðasta ári. Alls greindust 38 einstaklingar – 25 karlar og þrettán konur.

Þetta kemur fram í Farsóttaskýrslu landlæknisembættisins fyrir síðasta ár. Þar segir að flestir þeirra sem greindust voru af erlendu bergi brotnir, eða þrjátíu.

„Flestir sem greindust á árinu eða 15 talsins smituðust vegna kynmaka samkynhneigðra, 14 vegna kynmaka gagnkynhneigðra og tveir vegna neyslu fíknefna í æð. Í einu tilfelli var um að ræða smit frá móður til barns á erlendri grund. Ekki er vitað með vissu um smitleiðir annarra,“ segir í skýrslunni.

Alls er talið að fimm einstaklingar hafi smitast á Íslandi. Af þeim hafi tveir smitast vegna fíkniefnaneyslu í æð, tveir vegna samkynhneigðra kynmaka og einn vegna gagnkynhneigðra kynmaka.

Landlæknisembættið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×