Innlent

Mikil aukning á fjölda þeirra sem greindust með HIV

Atli Ísleifsson skrifar
Alls er talið að fimm einstaklingar hafi smitast á Íslandi.
Alls er talið að fimm einstaklingar hafi smitast á Íslandi. Getty

Mikil aukning varð á fjölda þeirra sem greindust með HIV-sýkingu á síðasta ári. Alls greindust 38 einstaklingar – 25 karlar og þrettán konur.

Þetta kemur fram í Farsóttaskýrslu landlæknisembættisins fyrir síðasta ár. Þar segir að flestir þeirra sem greindust voru af erlendu bergi brotnir, eða þrjátíu.

„Flestir sem greindust á árinu eða 15 talsins smituðust vegna kynmaka samkynhneigðra, 14 vegna kynmaka gagnkynhneigðra og tveir vegna neyslu fíknefna í æð. Í einu tilfelli var um að ræða smit frá móður til barns á erlendri grund. Ekki er vitað með vissu um smitleiðir annarra,“ segir í skýrslunni.

Alls er talið að fimm einstaklingar hafi smitast á Íslandi. Af þeim hafi tveir smitast vegna fíkniefnaneyslu í æð, tveir vegna samkynhneigðra kynmaka og einn vegna gagnkynhneigðra kynmaka.

Landlæknisembættið


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.