Jón Daði: Kominn tími til að skora þetta landsliðsmark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2019 12:00 Jón Daði fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm „Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46
Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51