Fótbolti

Þáttur um Atla Eðvaldsson á Stöð 2 Sport í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Atli í leik með Düsseldorf.
Atli í leik með Düsseldorf. vísir/getty
Einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, Atli Eðvaldsson, féll frá í gær 62 ára að aldri. Stöð 2 Sport mun sýna þátt um feril Atla í kvöld.

Það er þátturinn „10 bestu“ frá árinu 2008 en sú þáttaröð fjallaði um bestu knattspyrnumenn Íslands frá upphafi.

Á glæstum ferli spilaði Atli með Val, Dortmund, Düsseldorf, Uerdingen, Genclerbirligi, KR og HK. Hann var einnig lykilmaður í landsliðinu og fyrirliði til margra ára. Síðar varð hann landsliðsþjálfari og hann var líka þjálfari KR er félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 31 ár árið 1999.

Þátturinn fer í loftið klukkan 21.15.


Tengdar fréttir

Atli Eðvaldsson látinn

Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×