Innlent

Nokkur lægðagangur í kringum landið næstu daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Líkur eru á talsverðri úrkomu á laugardag.
Líkur eru á talsverðri úrkomu á laugardag. Veður.is

Í dag er útlit fyrir lítilsháttar vætu víða um land, en þó verður líklega þurrt og jafnvel bjart á Austfjörðum fram eftir degi. Næstu daga er nokkur lægðagangur í kringum landið með hlýindum og talsverðri rigningu en bjartviðri norðaustantil. Á mánudag er útlit fyrir skammvina norðanátt og svalt veður, einkum norðantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og rigning sunnan og vestanlands annars þurrt að kalla. Úrkomuminna um kvöldið. Hiti 7 til 13 stig.

Á föstudag:
Vestlæg átt 3-10 m/s og lítilsháttar væta með köflum á Suðurlandi annars þurrt að kalla en sums staðar léttskýjað norðantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Gengur í sunnan 8-15 m/s. Talsverð rigning um landið sunnan og vestanvert en úrkomuminna norðaustantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðanlands.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað með köflum og skúrir vestantil en léttir til norðaustan og austanlands. Hiti 7 til 13 stig.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með vætu og kólnandi veðri fyrir norðan, en skúrir og milt sunnan heiða.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýindum en lengst af þurrviðri norðaustantil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.