Innlent

Mike Pence lentur

Birgir Olgeirsson skrifar
Air Force Two lenti á Keflavíkurflugvelli rétt eftir klukkan eitt. Hér má sjá Mike og Karen Pence veifa fólki við komuna.
Air Force Two lenti á Keflavíkurflugvelli rétt eftir klukkan eitt. Hér má sjá Mike og Karen Pence veifa fólki við komuna. Hari
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er kominn til Íslands ásamt eiginkonu sinni Karen Pence. Komu þau til landsins með flugvélinni Air Force Two sem lenti á Keflavíkurflugvelli un klukkan eitt í dag.

Hjónanna bíður mikil dagskrá í dag en þau byrja á að drekka kaffi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid forsetafrú klukkan 14.

Talið er að það kaffiboð muni fara fram í Höfða.

Að kaffidrykkju lokinni með forsetahjónunum tekur Mike Pence þátt í viðskiptaþingi í Höfða sem hefst klukkan 14:30.

Air Force Two á Keflavíkurflugvelli.JóiK
Rúmum klukkutíma síðar mun varaforsetinn fara í skoðunarferð um Höfða en þaðan heldur hann út á varnarsvæðið í Keflavík þar sem hann kynnir sér öryggismál við Norður-Atlantshaf.

Klukkan 18:45 á hann síðan tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Keflavíkurflugvelli áður en hann og Karen, kona hans, halda af landi brott tæpum klukkutíma síðar.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hér. 

Georg Lárusson hjá Landhelgisgæslunni bíður Pence velkominn.Hari
Pence og Karen fengu góðar móttökur.Hari
Handabönin voru fjölmörg og verða eflaust fleiri í dag.Hari
Air Force Two á Keflavíkurflugvelli.Hari
Pence er í dökkbláum jakkafötum og með rautt bindi.Hari

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×