Fótbolti

Ítalía afgreiddi Armeníu á síðasta stundarfjórðungnum og er með fullt hús

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ítalir fagna marki í kvöld.
Ítalir fagna marki í kvöld. vísir/getty
Það var þolinmæðisverk hjá Ítalíu sem vann 3-1 sigur á Armeníu í J-riðlinum fyrir undankeppni EM 2020 er liðin mættust í Armeníu í kvöld.

Armenía komst óvænt yfir á 11. mínútu er Alexander Karapetian skoraði en staðan var orðin jöfn á 28. mínútu er Andrea Belotti skoraði eftir fyrirgjöf Emerson.

Armenar misstu svo Alexander Karapetian af velli undir lok fyrri hálfleiksins er hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vandræði.

Það tók hins vegar tíma fyrir Ítali að skora mark númer tvö en það gerði svo Lorenzo Pellegrini með góðum skalla eftir fyrirgjöf Leonardo Bonucci.







Þriðja og síðasta markið var svo sjálfsmark markvarðar Armeníu, Aram Hayrapetyan, sem réð ekki við skot Andrea Belotti. Lokatölur 3-1.

Ítalar eru því búnir að vinna alla fimm leiki sína en Armenía er með sex stig eftir leikina fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×