Fótbolti

Stórsigrar hjá Svíþjóð og Danmörku | Lars með mikilvægan sigur á heimavelli og Spánn marði Rúmeníu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lars Lagerback með mikilvægan sigur í kvöld.
Lars Lagerback með mikilvægan sigur í kvöld. vísir/getty
Norðurlandaþjóðirnar Danmörk, Svíþjóð og Noregur náðu öll í þrjú stig er liðin spiluðu í undankeppni EM 2020 í kvöld. Færeyjar fengu hins vegar skell.

Spánn er með fullt hús stiga í riðli F eftir eftir nauman 2-1 sigur á Rúmeníu á útivelli í kvöld. Sergio Ramos og Paco Alcacer komu Spánverjum í 2-0 áður en Florin Andone minnkaði muninn.







Svíar eru í öðru sæti F-riðilsins með tíu stig eftir öruggan 4-0 sigur á Færeyjum í kvöld. Staðan var 4-0 í hálfleik en Gunnar Nielsen og Brandur Olsen voru í byrjunarliði Færeyja.





Lars Lagerback vann mikilvægan sigur á heimavelli er Noregur vann 2-0 sigur á Möltu. Norðmennirnir eru í þriðja sæti riðilsins með átta stig.

Það var vandræðalaust hjá Dönum á Gíbraltar en Danirnir unnu 6-0 sigur í D-riðlinum. Á sama tíma gerðu Sviss og Írland 1-1 jafntefli.







Írland er á toppi riðilsins með ellefu stig, Danmörk í öðru með átta og Sviss í því þriðja með einungis fimm stig eftir þrjá leiki.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Úrslit dagsins:

D-riðill:

Gíbraltar - Danmörk 0-6

Írland - Sviss 1-1

F-riðill:

Færeyjar - Svíþjóð 0-4

Noregur - Malta 2-0

Rúmenía - Spánn 1-2

G-riðill:

Ísrael - Norður Makedónía 1-1

J-riðill:

Armenía - Ítalía 1-3

Bosnía og Hersegóvína - Liechtenstein 5-0

Finnland - Grikkland 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×