Fótbolti

Balotelli þarf að skora 25 mörk á tímabilinu til þess að eiga möguleika á að komast í ítalska landsliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mancini stýrði Ítalíu til sigurs gegn Armeníu í kvöld.
Mancini stýrði Ítalíu til sigurs gegn Armeníu í kvöld. vísir/getty
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, segir að Mario Balotelli þurfi að eiga risa tímabil á Ítalíu til þess að eiga möguleika á að komast aftur í ítalska landsliðið.

Balotelli snéri aftur til heimabæjarins í sumar er hann samdi við Brescia en hann er ekki byrjaður að spila á Ítalíu því hann er í fjögurra leikja banni.

Mancini stýrði Balotelli hjá Manchester City en hann var í fyrstu tveimur landsliðshópum Mancini. Hann hefur þó ekki verið valinn á þessu ári.

„Ég vona að hann sjái tækifæri í því að endurstilla ferilinn eftir að hafa gengið í raðir uppeldisfélagsins,“ sagði Mancini við fjölmiðla er hann ræddi um glaumgosann Balotelli.







„Hann er 29 ára gamall og ætti að vera á toppi ferilsins. Leikmaður með hans gæði getur ekki tapað öllu sem hann hefur sýnt í gegnum tíðina. Þetta veltur á honum.“

Mancini setur smá pressu á Balotelli og segir að hann þurfi að raða inn mörkum í Seriu A.

„Ef Mario skorar 25 mörk á tímabilinu, pressar andstæðinginn, vinnur með liðinu og gerir allt eins og 29 ára gamall leikmaður á að gera á hann möguleika að spila fyrir Ítalíu.“

„Það er mikilvægt fyrir hann að eiga stórt tímabil,“ sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×