Segja aukinn jöfnuð geta aukið hagvöxt Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. september 2019 06:45 Hagfræðingarnir tveir telja stéttarfélög lykilaðila í að tryggja aukinn tekjujöfnuð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira