Kósóvó ósigrað í undankeppninni og komið á topp síns riðils

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mërgim Vojvoda skoraði sigurmarkið gegn Tékkum.
Mërgim Vojvoda skoraði sigurmarkið gegn Tékkum. vísir/getty
Kósóvó heldur áfram að koma á óvart í undankeppni EM 2020 en í dag vann liðið 2-1 sigur á Tékklandi á heimavelli. Með sigrinum komst Kósóvó á topp A-riðils undankeppninnar.

Kósóvóar hafa unnið tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum og gert tvö jafntefli.

Tékkland komst yfir með marki Patriks Schick á 16. mínútu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Vedat Muriqi metin.

Mërgim Vojvoda skoraði svo sigurmark Kósóvóa á 67. mínútu.

England getur endurheimt toppsætið í riðlinum með sigri á Búlgaríu í leik sem hefst klukkan 16:00.

Tékkland er í 3. sæti riðilsins með sex stig eftir fjóra leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira