Kári: Af hverju að breyta vinningsliði? Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2019 18:54 Kári Árnason átti náðugan dag í íslensku vörninni. Vísir/Bára „Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
„Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01
Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30