Falleg lömb í Hrútatungurétt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2019 12:30 Gunnar Þórarinsson bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, sem var ánægður með lömbin í réttinni í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur
Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira