Íslenski boltinn

Þægilegur sigur hjá KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði eitt marka KR í dag
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði eitt marka KR í dag vísir/daníel

KR vann auðveldan sigur á Þór/KA í Vesturbæ Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í dag.

Gloria Douglas kom KR yfir á 14. mínútu leiksins og Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við öðru marki KR áður en flautað var til hálfleiks.

Gloria var aftur á ferðinni í seinni hálfleik þegar hún skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Betsy Hassett setti loka naglann í kistuna aðeins mínútu síðar og endaði leikurinn með 4-0 sigri KR.

KR er því formlega búið að tryggja áframhaldandi veru sína í Pepsi Max deild kvenna. Akureyringar sitja í fjórða sæti og hafa að litlu að keppa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.