Íslenski boltinn

Þægilegur sigur hjá KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði eitt marka KR í dag
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði eitt marka KR í dag vísir/daníel
KR vann auðveldan sigur á Þór/KA í Vesturbæ Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í dag.Gloria Douglas kom KR yfir á 14. mínútu leiksins og Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við öðru marki KR áður en flautað var til hálfleiks.Gloria var aftur á ferðinni í seinni hálfleik þegar hún skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Betsy Hassett setti loka naglann í kistuna aðeins mínútu síðar og endaði leikurinn með 4-0 sigri KR.KR er því formlega búið að tryggja áframhaldandi veru sína í Pepsi Max deild kvenna. Akureyringar sitja í fjórða sæti og hafa að litlu að keppa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.