Fótbolti

Hræðist Real Madrid meira en Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Gremio á dögunum.
Úr leik Gremio á dögunum. vísir/getty
Romildo Bolzan Junior, forseti Gremio, er ekki mikið að stressa sig yfir mögulegum leik gegn Liverpool á HM félagsliða í desember.

HM félagsliða fer fram í Katar þetta árið en Liverpool tryggði sér sæti á mótinu með sigri á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maímánuði.

Gremio er ekki búið að tryggja sér þátttöku á mótinu en þeir þurfa að vinna til Gullverðlauna í Copa Libertadores sem klárast í næsta mánuði.

Þeir eru komnir í undanúrslitin þar sem þeir mæta Flamengo en í úrslitunum bíða annað hvort Boca Juniors eða River Plate.

Real Madrid hefur tekið þátt í keppninni undanfarin þrjú og segir forsetinn geðugi að hann hræðist ekki Jurgen Klopp og lærisveina.

„Líklegasta liðið er alltaf liðið frá Evrópu,“ sagði Bolzan þegar hann ræddi við fjölmiðla hvaða lið væri sigurstranglegast fyrir komandi keppni.







„Ég er viss um að við hræðumst Liverpool minna en Real Madrid. Liverpool er lið sem við getum unnið. Fyrir okkur, Flemengo, Boca og River er Real Madrid „Galacticos“ og fullt af stjörnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×