Fótbolti

Macron bað Albani afsökunar eftir þjóðsöngvavandræðin á laugardag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albanir fyrir leikinn gegn Frökkum.
Albanir fyrir leikinn gegn Frökkum. vísir/getty
Upphafsflautinu í leik Frakklands og Albaníu seinkaði um nokkrar mínútur á laugardagskvöldið eftir að Frakkarnir lentu í vandræðum með þjóðsöng Albaníu.

Frakkarnir spiluðu ekki þjóðsöng Albaníu heldur var það þjóðsöngur Andorra sem var spilaður. Þegar upp komst um mistökin bað vallarþulurinn Armeníu afsökunar. Mistök á mistök ofan.

Albanir voru ekki par sáttir með þetta og nú hefur forseti Frakklands, Emmanual Macron, beðist afsökunar í samtali sínu við forsætisráðherra Albaníu, Edi Rama.



Frakkarnir unnu öruggan 4-1 sigur á Albönum eftir að leikurinn fór svo loks af stað. Kingsley Comas skoraði tvö mörk, Oliver Giroud eitt og ungstirnið Jonathan Ikone eitt.

Frakkar, Tyrkland og Ísland eru öll með tólf stig en Ísland mætir einmitt Albaníu ytra á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×