Innlent

Bjarni Kristjánsson rektor látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óhætt er að segja að veiðidellan hafi yfirskyggt öll önnur áhugamál Bjarna í gegnum tíðina.
Óhætt er að segja að veiðidellan hafi yfirskyggt öll önnur áhugamál Bjarna í gegnum tíðina.
Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi rektor Tækniskólans, lést síðastliðinn föstudag á hjúkunarheimilinu Sóltúni. Bjarni var níræður. Mbl.is greinir frá.

Bjarni var kennari við Tækniskóla Íslands frá stofnun hans og rektor frá árinu 1966. Þeirri stöðu gegndi hann til ársins 1990 en sinnti áfram stundarkennslu í tæknigreinum í framhaldinu.

Bjarni var mikill veiðimaður, bæði stangveiðimaður og skotveiðimaður. Hann skrifaði árið 2012 bókina Glettni Veiðigyðjunnar - ekki nema það þó! en Bjarni gaf bókina út ásamt Kristjáni syni sínum.

Vinsæla straumflugan Rektorinn var nefnd eftir Bjarna.


Tengdar fréttir

Rektorinn rekur veiðisögu sína

"Glettni veiðigyðjunnar - ekki nema það þó!" er titill nýrrar veiðibókar sem kom út fyrir skömmu. Þetta er saga Bjarna Kristjánssonar, sem er mörgum kunnur sem "Rektorinn" bæði vegna þess að hann var lengi rektor Tækniskóla Íslands en ekki síst af því að vinsæl straumfluga var nefnd eftir honum. Það var Kolbeinn Grímsson sem hnýtti fluguna á sínum tíma þegar þeir félagar voru við veiðar í Laxá í Mývatnssveit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.