Fótbolti

Aron Einar um Albaníuferðina 2012: Ég var ungur og vitlaus

Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar
Ungur Aron Einar í landsleik.
Ungur Aron Einar í landsleik. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, komst í hann krappann fyrir síðasta útileik liðsins á móti Albaníu. Fyrirliðinn alhæfði þá um albönsku þjóðina og glæpamannaummæli hans féllu í mjög grýttan jarðveg.

Hann hélt hins vegar fyrirliðabandinu í leiknum og átti frábæran leik í sigri.  

Aron Einar fékk þá spurningu á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun um að þarna hafi verið tíminn þegar drengurinn Aron Einar hafi orðið að manni.

„Ég lærði mikið og ég lærði inn á sjálfan mig. Ég þurfti að bera ábyrgð á því sem ég sagði. Ég var ungur og vitlaus á þeim tíma,“ svaraði Aron Einar Gunnarsson sem er leiðir íslenska landsliðið inn á völlinn í 59. skiptið á morgun.

„Ég hef lært mikið síðan og þróað mig sem fyrirliða og persónu jafnt og þétt yfir allan minn landsliðsferil. Ég er búinn að tala um þetta margoft. Þegar manni verður á mistök þá þarf maður að læra af þeim og ég gerði það svo sannarlega,“ sagði Aron Einar. Það er hægt að taka undir þau orð hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×