Fótbolti

Belgar fóru illa með Skota

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin de Bruyne átti þátt í öllum mörkum Belga
Kevin de Bruyne átti þátt í öllum mörkum Belga vísir/getty
Belgar eru enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir að hafa valtað yfir Skota í kvöld. Þjóðverjar unnu Norður-Íra í toppslag í C-riðli.

Romelu Lukaku kom Belgum yfir í Skotlandi eftir aðeins níu mínútna leik. Thomas Vermaelen og Toby Alderweireld bættu sínu markinu hvor við áður en hálfleikurinn var úti.

Kevin de Bruyne átti frábæran leik og lagði hann upp öll þrjú mörkin. Hann ákvað svo að fá að skora sjálfur undir lok leiksins eftir sendingu frá Lukaku. Leiknum lauk með 4-0 sigri Belga.

Það var stórleikur í Belfast þar sem Norður-Írland tók á móti Þýskalandi en heimamenn voru ósigraðir eftir fyrstu fjóra leikina.

Eftir markalausan fyrri hálfleik braut Marcel Halstenberg ísinn fyrir Þjóðverja þegar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem sigurinn var gulltryggður þegar Serge Gnabry skoraði og tryggði 2-0 sigur Þjóðverja.

Í sama riðli fóru Hollendingar illa með Eista ytra. Ryan Babel skoraði sitt hvoru megin við hálfleikinn og kom Hollandi í góða stöðu.

Memphis Depay og Georginio Wijnaldum bættu við marki hvor í 4-0 sigri.

Þjóðverjar og Norður-Írar eru nú jafnir að stigum með 12 stig eftir 5 leiki. Hollendingar eru með níu stig en hafa spilað leik færra en hin liðin.

Úrslit kvöldsins:

C-riðill

Norður-Írland - Þýskaland 0-2

Eistland - Holland

E-riðill

Ungverjaland - Slóvakía 1-2

Aserbaísjan - Króatía 1-1

G-riðill

Lettland - Norður-Makedónía 0-2

Pólland - Austurríki 0-0

Slóvenía - Ísrael 3-2

I-riðill

Rússland - Kasakstan 1-0

Skotland - Belgía 0-4

San Marínó - Kýpur 0-4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×