Enski boltinn

Liverpool maðurinn spáir því að Jóhann Berg og félagar taki fyrstir stig af Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki með Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki með Burnley. Getty/Chris Brunskill
Gamli Liverpool varnarmaðurinn hefur trú á óvæntum úrslitum þegar Liverpool liðið heimsækir Turf Moor um helgina en að þessu sinni er Mark Lawrenson í spákeppni við leikarann og sjónvarpsmanninn fræga Stephen Fry.

Mark Lawrenson lék á sínum tíma yfir tvö hundruð leiki fyrir Liverpool og vann marga titla með félaginu þar á meðal Englandsmeistaratitilinn fimm sinnum og Evrópukeppni meistaraliða einu sinni. Lawrenson hefur starfað sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár.

Lawrenson er meðal annars í spákeppni við fræga einstaklinga á vef breska ríkisútvarpsins fyrir hverja umferð þar sem bæði hann og gestur hans spá fyrir um úrslit helgarinnar.

Um helgina fer fram í fjórða umferð ensku úrvalsdeildarinnar og sú síðasta fyrir landsleikjahlé.



Liverpool er eitt liða með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Mark Lawrenson spáir því að Liverpool liðið tapi sínum fyrstu stigum á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley.

Mark Lawrenson spáir að leikur Burnley og Liverpool á Turf Morr endi með 1-1 jafntefli en Stephen Fry spáir hins vegar Liverpool 2-0 sigri.

Lawrenson spáir Manchester City 3-0 sigri á Brighton og að Manchester United vinni 2-1 útisigur á Southampton. Spá Stephen Fry er keimlík.

Mark Lawrenson býst líka við 1-1 jafntefli í nágrannaslag Arsenal og Tottenham en þar spáir Stephen Fry Tottenham 2-0 útisigri.

Stephen Fry hefur ekki trú á því að Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton vinni Úlfanna á heimavelli heldur spáir hann þar markalausu jafntefli en Mark Lawrenson segir að sá leikur fari 2-0 fyrir Everton. Fry heldur líka að Chelsea tapi stigum á heimavelli á móti nýliðum Sheffield United.

Það má finna alla spánna með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×